Jólastofa Vodafone á Kringlumýrarbraut hefur vakið mikla athygli síðustu daga en í nótt komst Trölli í jólastofuna og braut sjónvarpið sem hefur prýtt strætóskýlið og glatt marga gesti og gangandi síðustu daga með jólamyndum.
Sjá einnig: Jólalegt og kósí strætóskýli á Kringlumýrarbraut
,,Það er alltaf einhver Grinch um jólin. Við látum þetta ekki stoppa jólagleðina og bjóðum upp á kakó í jólastofunni í dag. Við hefðum nú frekar viljað að aðilinn hefði hreinlega tekið sjónvarpið með sér frekar en að skemma það. Þá hefði hann að minnsta kostið getað notið þess að horfa á gott jólaefni af Vodafone leigunni. En við segjum bara gleðileg rauð jól til allra, líka til Grinch,“ segir Lilja Kristín Birgisdóttir, framkvæmdastjóri markaðs og samskiptamála hjá Vodafone.