Sjónvarpsþátturinn 433.is kemur út í hlaðvarpsformi þessa vikuna en gestur er Magnús Már Einarsson, þjálfari karlaliðs Aftureldingar í Lengjudeildinni.
Liðið var hársbreidd frá því að komast upp í Bestu deildina síðasta sumar en tapaði í úrslitaleik umspilsins gegn Vestra. Tímabilið sem var, framhaldið, leikmannamál og margt fleira er til umræðu í þættinum.