Sir Jim Ratcliffe, sem er að ganga frá kaupum á hlut í Manchester United er byrjaður að skoða málefni Mason Greenwood og hvort hann geti snúið aftur til félagsins.
Greenwood var lánaður til Getafe í haust þegar ljóst var að forráðamenn United treystu sér ekki til að hafa Greenwood hjá félaginu.
Greenwood spilaði ekki með United í átján mánuði eftir að hann var handtekinn og grunaður um kynferðisofbeldi í nánu sambandi. Málið var fellt niður hjá lögreglu.
Ratcliffe vill skoða málefni Greenwood og sjá hvort hann geti fengið annað tækifæri hjá United.
Í fréttum er einnig sagt að United sé að skoða að kaupa Jean-Clair Todibo, miðvörð Nice. Sagt er að United vilji skoða það að fá hann inn í janúar.