Sigmar sagði nefnilega frá því að hann hafi lent í því í kappleikjum að þetta tvennt hafi farið nálægt hans allra heilagasta.
„Ég var að spila með klístur (harpix) og í hálfleik henti ég mér á klósettið og pissaði. Það var ekki gott múv. Það fór klístur á hann,“ sagði Sigmar og hló.
Þá lenti hann í öðru eins er hann var að spila fótboltaleik sem unglingur.
„Ég var með ógeðslega sterkt hitakrem frá Kóreu og setti það á nárasvæðið. Pungurinn snerti nárann, eins og vill koma fyrir, og allt í einu fór mig að svíða alveg svakalega í pungnum.“
Þetta hafði þó sína kosti, sagði Sigmar.
„Þjálfarinn mig sagði að ég hafi sjaldan hlaupið eins mikið og í þeim leik, ég var eins og þruma á vellinum. Ég var miðjumaður og það var almennt ekki mikil yfirferð á mér, fínn í sendingum og langskotum. En ég hljóp mikið í þessum leik.“