Gary Neville fyrrum fyrirliði Manchester United hefur fengið nóg af ástandinu hjá félagi sínu, hann segir sömu umræðuna fara af stað reglulega.
„Þetta er verulega dapurt,“ sagði Neville um ástandið hjá Manchester United eftir tap gegn Newcastle um helgina.
„Við erum bara að fara hring eftir hring, nú er farið að ræða um stöðu þjálfarans.“
United hefur rekið nokkra þjálfara síðustu ár en Neville veit ekki hvort það bjargi einhverju að láta Erik ten Hag fara.
„Það er sama sagan núna og áður, við rekin varla annan þjálfara þegar það þarf að losa sig við leikmennina sem eru að kosta stjórana starfið.“
„Svo förum við að ræða eigendur félagsins. Ég er komin með leið á þessu, ég er orðinn þreyttur á mínu félagi.“
„Ég nenni þessum leikjum ekki lengur, ég vil ekki horfa á leikina lengur. Ég er orðin leiður á því að horfa á liðið mitt. Ég er ekki einn, það eru margir sem hafa fengið nóg.“
„I am tired of my own club.“
Gary Neville says he has become bored of watching Manchester United following their poor performances in recent months 🔴🔊 pic.twitter.com/pbvR0zLf0R
— Sky Sports Premier League (@SkySportsPL) December 4, 2023