Allir sem tengjast Manchester City eru ósáttir með Simon Hooper dómara leiksins gegn Tottenham í gær. Atvik undir lok leiksins er afar umdeilt.
Brotið var á Erling Haaland framherja City sem stóð strax upp og sendi Jack Grealish í gegn.
Hooper ætlaði að dæma brot en hætti við, þegar hann sá svo boltann fara í gegnum vörn Tottenham tók hann aftur upp flautuna og dæmdi brot.
Jack Grealish var þá að sleppa einn í gegnum vörn Tottenham þegar Hooper flautaði.
Þetta vakti mikla reiði og eiga margir erfitt með að skilja af hverju Hooper ákvað að dæma eftir að hafa hætt við að dæma til að byrja með.
Watch the referee. This is match fixing pic.twitter.com/8j6VGjAxC7
— 𝐄𝐑 (@ErlingRoIe) December 3, 2023