fbpx
Sunnudagur 24.nóvember 2024
Fókus

Íslensk kona í vændi segir sögu sína – „Þessir menn eru í sjónvarpinu“

Fókus
Mánudaginn 4. desember 2023 10:22

Konan kemur fram í skjóli nafnleyndar/Sterk saman

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hugrökk 32 ára kona kemur fram í skjóli nafnleyndar í nýjasta þætti af hlaðvarpinu Sterk saman. Hún segir sögu sína í vændi á Íslandi.

„Ég gerði mér enga grein fyrir því hversu stór þessi geiri er fyrr en ég varð hluti af þessu,“ segir hún en hún hafði fylgst með öðrum konum selja líkama sinn í einhvern tíma áður en hún tók skrefið sjálf.

„Ég var í neyslu og það kom sá dagur að ég átti ekki fyrir skammtinum mínum svo ég „googlaði“ smá og fann heimasíður sem ég setti inn upplýsingar um mig og myndir.“

Aðspurð um hvers konar upplýsingar fólk setji í slíkar auglýsingar segir hún:

„Það er sér markaður fyrir íslenskar stelpur, Norðurljósastelpurnar, hárlitur, þyngd, brjóstastærð og allskonar.“

Háttsettir menn

Hún fékk strax fyrsta kúnnann, giftan mann sem hafði aðstöðu í atvinnuhúsnæði með rúmi. „Hann afsakaði sig með því að konan hans vildi ekki stunda kynlíf eftir að barnið fæddist og þess vegna mætti hann þetta.“

Konan segir að það sé ákveðinn misskilningur að einungis skítugir eða subbulegir einstaklingar stundi vændissölu og kaup. Hún segir frá háttsettum mönnum í íslensku samfélagi, sem við sjáum í fréttum, sem taka mikilvægar ákvarðanir fyrir þjóðina og eru stórir kallar sem kaupa vændi af mikið veikum stelpum, dæla í þær peningum og dópi.

„Það er ein birtingarmyndin, þessir menn eru í sjónvarpinu og ég veit þetta um þá. Mig langar auðvitað að standa uppi á húsþökum og öskra þetta og að allir viti þetta um þá en ég má það ekki, ég verð þá kærð.“

„Hvað átti ég að gera, þrír menn og ég ein“

Greinilegt er að ofbeldið sem konan hefur orðið fyrir hefur mikil áhrif á hana, enn þann dag í dag. Hún hefur nýtt sér þjónustu Stígamóta og ber þeim vel söguna en segir þessar erfiðu og flóknu tilfinningar hafa fellt sig oftar en einu sinni.

„Ég hef barist við þær hugsanir að hafa boðið upp á þetta en er alfarið á þeirri skoðun að maður sé þolandi vændis eins og Stígamót orða það.“

Hún rifjar upp hræðilegt atvik. „Ég hitti mann, hann bauð mér heim til sín svo ég hélt að þetta væri allt í góðu. Þangað mættu svo tveir aðrir menn til viðbótar. Á meðan verið var að misnota mig tók einn upp símann til að taka upp vídeó. Þetta var ekki það sem ég vildi en það vissi enginn hvar ég var. Hvað átti ég að gera, þrír menn og ég ein.“

Stelpurnar seldar og lánaðar

Stelpur eru líka seldar án þess að vita það eða „lánaðar“ í þessum heimi. „Þú mátt fá hana ef ég fæ efni. Menn selja aðgang að konum og stelpum fyrir efni,“ segir hún og tekur það fram að hún talar um stelpur vegna þess að hún þekkir það en líklega eigi þetta við um stráka í einhverjum tilfellum.

Hún segir að eldri strákar eða menn, þessir sem eru með status í undirheimunum, séu eftirsóknarverðir hjá ungum stelpum og séu oftar en ekki með tvær til þrjár ungar stelpur hjá sér í einu. „Þessir menn sem hafa kannski handrukkað í 15 ár eiga tvær til þrjár ungar stelpur í einu. Oj, eiga er ógeðslegt en jú, þeir dæla í þær dópi og vernda þær og þær fá húsaskjól og þrífa hjá þeim í staðin og borga fyrir með líkamanum sínum. Á einhverjum tímapunkti gera þær svo eitthvað rangt og hann verður ljónið, sem verndaði þær, við þær.“

Hún nefnir dæmi og segir að barnaníðingur, sem sat inni fyrir að misnota systur sína, er með misþroska konu heima hjá sér og enginn getur gert neitt til að bjarga henni.

Ljótur heimur

Þessi heimur er ljótur, mun ljótari en fólk vill sjá, á litla Íslandi. Vændisheimurinn er það stór og mikill á landinu okkar að það eru starfræktir sérstakir stuðningshópar fyrir konur sem eru þolendur vændis.

„Ég er ennþá að díla við afleiðingar af þessu og verð örugglega alltaf, ég treysti engum. Ef ég lendi ein í lyftu með karlmanni þá fer ég út á næstu hæð því ég er hrædd við alla karlmenn, þar til annað kemur í ljós.“

Hún er aftur á móti að vinna hörðum höndum að því að vinna bug á þessari hræðslu. „Ég vil ekki labba ein í bænum eða vera ein þar sem er karlmaður en ef ég neyðist til þess þá tek ég upp símann og hringi í einhvern.“

Mjög algengt er að þær sem stunda vændi lendi í því að farið sé yfir þeirra mörk en einnig er algengt að kynferðisofbeldi, nauðganir, séu notaðar sem refsingar í svokölluðum neysluheimi.

„Ég veit ekki hversu oft það hefur gerst. Þetta er svo algengt, nauðgun er notuð eins og hvert annað ofbeldi í þessum heimi. Ef þú rændir einhvern eða sveikst þá áttir þú það bara skilið, eins og hver annar þriðjudagur.“

Hlustaðu á þáttinn hér að neðan.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Segist vera konan sem Tommy Fury hélt framhjá með og segir þessa mynd sanna það

Segist vera konan sem Tommy Fury hélt framhjá með og segir þessa mynd sanna það
Fókus
Fyrir 2 dögum

Nær óþekkjanleg Ellen DeGeneres á pöbb í Bretlandi

Nær óþekkjanleg Ellen DeGeneres á pöbb í Bretlandi
Fókus
Fyrir 3 dögum

Simmi Vill segir að þetta sé stærsta kjarabótin fyrir íslenskar fjölskyldur – „Nú verð ég kallaður karlrembupungur“

Simmi Vill segir að þetta sé stærsta kjarabótin fyrir íslenskar fjölskyldur – „Nú verð ég kallaður karlrembupungur“
Fókus
Fyrir 3 dögum

„Maður þarf bæði að leyfa henni að vera og fara, sorginni“

„Maður þarf bæði að leyfa henni að vera og fara, sorginni“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Mynd af hjónunum á veitingastað vekur athygli: Sorglegur sannleikur sem flest pör þekkja

Mynd af hjónunum á veitingastað vekur athygli: Sorglegur sannleikur sem flest pör þekkja
Fókus
Fyrir 4 dögum

Sniglasúpan tryggði Einari Leif Gaddakylfuna

Sniglasúpan tryggði Einari Leif Gaddakylfuna
Fókus
Fyrir 4 dögum

Dómnefnd FKA skipuð fyrir árlega viðurkenningarhátíð 

Dómnefnd FKA skipuð fyrir árlega viðurkenningarhátíð 
Fókus
Fyrir 4 dögum

Matarbloggari kom upp um framhjáhald og hafði ekki hugmynd um það

Matarbloggari kom upp um framhjáhald og hafði ekki hugmynd um það