Jamie Carragher sérfræðingur Sky Sports segir að Marcus Rashford sé farin að minna sig á samherja sinn, Anthony Martial.
Rashford var slakur í leiknum gegn Newcastle um helgina og hefur fengið mikla gagnrýni þarna.
„Þetta virðist vera stórt vandamál, ég trúi því ekki hvar Manchester United er í töflunni,“ segir Carragher.
Rashford hefur átt mjög erfitt á þessu tímabili og virðist ekeki með neitt sjálfstraust.
„Það var óásættanleg frammistaða hjá Rashford. Hann spilaði ekki í Meistaradeildinni í vikunni. Þegar þú ert uppalinn leikmaður og ert frá borginni þá er það þitt verk að laga hlutina. Þannig var það hjá mér og Gerrard þegar það gekk illa hjá Liverpool.“
„Að horfa á Rashford þarna þá minnti hann mig á Martial, það er það versta sem ég get sagt um einhvern. Erlendur leikmaður sem er alveg sama, Rashford er eins og Martial núna.“