Ljóst er að Haugesund mun leika í efstu deild Noregs á næstu leiktíð sem eru gleðifréttir fyrir Óskar Hrafn Þorvaldsson.
Óskar hefur samþykkt að taka við Haugesund en hann hefur fylgst með gangi mála í fallbaráttunni í síðustu umferðum.
Haugesund tryggði sér áframhaldandi sæti með sigri á Stabæk í dag en lokatölur voru 3-0.
Ísak Snær Þorvaldsson átti stórleik fyrir Rosenborg á sama tíma sem vann 5-1 sigri á Viking.
Ísak skoraði tvennu í leiknum og fóru þau mörk framhjá Patrik Sigurði Gunnarssyni í marki Viking.
Logi Tómasson skoraði þá fyrir Stromsgodset í 3-0 sigri á Brann og Viðar Ari Jónsson gerði eina mark Ham/Kam í jafntefli við Molde.