Kristiann Nökkvi Hlynsson skoraði annan leikinn í röð fyrir Ajax sem spilaði gegn NEC Nijmegen í Hollandi í dag.
Kristian hefur verið að stimpla sig inn sem byrjunarliðsmaður hjá Ajax sem vann 2-1 útisigur í dag.
Kristian kom Ajax yfir á 57. mínútu en var svo tekinn af velli er örfáar mínútur lifðu leiks.
Annar Íslendingur komst á blað og átti frábæran leik er Lyngby vann lið Silkeborg, 2-0 á heimavelli.
Kolbeinn Birgir Finnsson er sá maður en hann bæði skoraði og lagði upp í sigri liðsins.
Goal! NEC Nijmegen 0-1 Ajax, Kristian Hlynssonpic.twitter.com/1gaMn5iOIb
— FootColic ⚽️ (@FootColic) December 3, 2023