fbpx
Laugardagur 27.júlí 2024
Fókus

Fyrirbærið sem enginn er hrifinn af tryggði ÍR sæti í úrslitum

Ragna Gestsdóttir
Sunnudaginn 3. desember 2023 15:30

Viktoría og Emmsjé Gauti Mynd: Skjáskot Stöð2

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Fjölnir og ÍR tókust í gær á í seinni þætti undanúrslita spurningaþáttarins Kviss á Stöð 2. Það er óhætt að segja að mikið keppnisskap hafi verið í keppendum, sem voru Emmsjé Gauti og Viktoría Hermannsdóttir fyrir ÍR og Júlía Ósk Agnarsdóttir og Kristmundur Axel fyrir Fjölni.

Þegar komið var að lokaþætti keppninnar, sem skiptist í tvær vísbendingaspurningar sem hvor um sig gefa þrjú stig stóðu leikar 21 fyrir 26 fyrir ÍR. Það var því ljóst að Fjölnir þurfti að verða fyrri til að svara báðum spurningum rétt til að tryggja sér sigur. 

Mynd: Skjáskot Stöð2

Í fyrri spurningu var spurt um fyrirbæri, nafnið á fyrirbærinu er bæði nafn á hljómsveit úr Keflavík sem starfaði upp úr síðustu áramótum og haustið 2022 fór heilsugæslan í herferð sem  snerist um að fólk ætti að stunda það heima sem fyrirbærið er.

Emmsjé Gauti hringdi bjöllunni og svaraði Sjálfsfróun, sem reyndist rangt, Fjölnir fékk svarréttinn og svaraði samfarir.  Við aðra vísbendingu kom fram að orð fyrirbæristins sé bæði nafnorð og sagnorð og fólk sé alls ekki hrifið af fyrirbærinu. Fjölnir dinglaði og svaraði munnmök. Þáttastjórnandinn Björn Bragi kláraði spurninguna og ÍR svaraði æla, sem reyndist rétt.

ÍR og ÍA mætast því í beinni útsendingu næsta laugardag í úrslitum Kviss. Emmsjé Gauti lofaði því að ef þau vinna kviss þá ætlar hann að fá sér ÍR tattoo og nafnið Victory og í sviga a, það er Victory(a).

Í seinni vísbendingaspurningunni var einnig spurt um fyrirbæri. Anddyri Háskóla Íslands er nefnt eftir fyrirbærinu og Ólafur Ragnar, leikinn af Pétri Jóhanni, starfaði sem umboðsmaður þegar hann var ekki að vinna á bensínstöðinni. Fjölnir dinglaði áður en Björn Bragi lauk spurningunni og svaraði rétt, Sólin.

Lokastaðan var 24 – 29 fyrir ÍR.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Háklassa vændiskona rukkar 1,4 milljónir fyrir endaþarmsmök – „Ég held að karlmenn njóti þess að sjá konur í óþægilegum aðstæðum“

Háklassa vændiskona rukkar 1,4 milljónir fyrir endaþarmsmök – „Ég held að karlmenn njóti þess að sjá konur í óþægilegum aðstæðum“
Fókus
Í gær

Ingi skorar á Íslendinga að finna sig – Klukkarinn fær 100 þúsund í fundarlaun

Ingi skorar á Íslendinga að finna sig – Klukkarinn fær 100 þúsund í fundarlaun
Fókus
Fyrir 2 dögum

Magnús Hlynur hrekkti eiginkonuna og þurfti að sofa á sófanum í nótt

Magnús Hlynur hrekkti eiginkonuna og þurfti að sofa á sófanum í nótt
Fókus
Fyrir 2 dögum

Kjartan er ekki neyddur til að vera í opnu sambandi – „Myndi ekki vilja fara til baka“

Kjartan er ekki neyddur til að vera í opnu sambandi – „Myndi ekki vilja fara til baka“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Íbúar ensks þorps afar ósáttir við fjölmenna kynlífshátíð í næsta nágrennni – Kvarta undan orgum og frygðarstunum

Íbúar ensks þorps afar ósáttir við fjölmenna kynlífshátíð í næsta nágrennni – Kvarta undan orgum og frygðarstunum
Fókus
Fyrir 4 dögum

Prinsinn orðinn 11 ára – Mamman myndar afmælisdrenginn

Prinsinn orðinn 11 ára – Mamman myndar afmælisdrenginn