fbpx
Laugardagur 23.nóvember 2024
Fókus

„Dalirnir sem maður gengur í gegnum breytast ekkert þótt maður þekki þá betur. Það er alltaf sama myrkrið og sami kuldinn“

Ragna Gestsdóttir
Sunnudaginn 3. desember 2023 13:40

Kristinn Óli Mynd: Facebook

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Kristinn Óli Haraldsson (Kiddi), tónlistarmaður, leiklistarnemi og þekktur sem helmingur dúettsins Jói Pé og Króli, er nýjasti gestur Einars Bárðarsonar í hlaðvarpinu Einmitt. Króli hefur glímt við þunglyndi frá 16 ára aldri og var tíu ára greindur með ýmsar raskanir sem hafa bæði hamlað honum en eru einnig aflgjafi í listsköpuninni. Ein leið hans í sjálfsvinnu og úrvinnslu er glæný ljóðabók Kidda, Maður lifandi, þar sem hann lýsir líðan sinni og speglar veruleikann hverju sinni.

Kiddi og Einar fara víða í þessu átakanlega samtali sem á sama tíma er svo mikilvægt því mikill fjöldi drengja, ungra karlmanna og einnig eldri, glíma við andleg veikindi eða áskoranir. Kiddi hefur áður sagt frá því í viðtali að hafa verið með alvarlegar sjálfsvígshugsanir og hann er einstaklega ærlegur, heiðarlegur og meðvitaður og vill með þessu viðtali koma að gagni í þeim mikilvæga málaflokki sem andleg heilsa er.“Þetta er án efa eitt flóknasta samtal sem ég hef átt í þessari þáttaröð. Kiddi var svo hrár en um leið mannlegur að við fórum fljótt á stað sem ég held að sé bara farið alltof sjaldan á. Við erum að ræða glímu sem alltof margir karlmenn, bæði ungir og gamlir eru að glíma við alla daga og alltof margir hafa tapað,” segir Einar um samtal þeirra. “Myrkrið tælir alltof marga til sín og það að taka sitt eigið ljós í þeirri baráttu er átakanlegt og það færir glímuna yfir á þann næsta.” Kiddi er á öðru ári í leiklist í Listaháskóla Íslands. Hann elskar námið en finnst rútína yfirþyrmandi og mæting á réttum tíma er honum mikil áskorun. „Hausinn minn er algjör suðupottur. Í tvær vikur fyrir mánuði leið mér illa daglega og það var ekki hægt að gera neitt í því nema bíða eftir að verða betri. Það að þurfa að fara á lappir er bæði blessun og bölvun. Það hjálpar manni að gleyma en einnig bara langar mann ekki að gera neitt,“ segir Kiddi.Lífið eins og atómsprengja

Tíu ára var hann greindur með ofvirkni, athyglisbrest, Tourette og áráttu- og þráhyggjuröskun. Hann segir þennan kokteil ekkert sérlega hjálplegan og stundum sé lífið eins og atómsprengja. „Dalirnir sem maður gengur í gegnum breytast ekkert þótt maður þekki þá betur. Það er alltaf sama myrkrið og sami kuldinn.“Kiddi rifjar meðal annars upp skólagöngu sína í Flensborgarskóla, þar sem hann hrósar Magnúsi Þorkelssyni, fyrrum skólameistara, fyrir að hafa hvatt sig til að taka hlé frá námi til að sinna listinni. Kiddi fékk svo leiklistarbakteríuna og var metinn inn í LHÍ og er afar þakklátur fyrir það. Hann segir samnemendur sína einstakan og þéttan hóp sem haldi honum við efnið og taki hann í fangið. „Námið gengur vel og gott að einbeita mér að öðru en tónlist. Mér finnst ég ekki góður tónlistarmaður og þannig er það bara og það er allt í lagi. Langar að starfa við leiklist og verða betri í því. Er þakklátur fyrir það gagnrýni sem ég fæ í náminu. Hreinskilin endurgjöf er svo mikilvæg.“Hann hefur sterkar skoðanir á styttingu náms og rifjar upp þegar hann var í Ungmennaráði Samfés hafi Illugi Gunnarsson, þáverandi menntamálaráðherra, leitt þessar breytingar. „Það að stytta menntaskólaár barna er brot á 14. grein Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna á Íslandi. Þú breytir ekki vinnuumhverfi barna án þess að ráðfæra þig við þau!“

Vill ekki bregðast fólkinu sínu

Árið 2019 var Kiddi á sínum myrkasta stað og var búinn að taka ákvörðun um að kveðja, en óvænt atburðarás varð til þess að hann hætti við. Vinur hans, Jói Pé, þvældist fyrir því án þess að hafa hugmynd um það. Kiddi lýsir þessum átakanlega og ótrúlega sólarhing nánar í viðtalinu og síðan þá hefur hann aldrei farið á slíkan stað. „Ég er búinn að hafa allskonar bull á samviskunni sem ég næ ekki að benda á. Ekki nógu góður eða að bregðast fólki. Að valda vonbrigðum. ADHD-ið mitt hefur þessi áhrif. Ég vil ekki bregðast fólkinu mínu. Kærastan mín hefur haldið mér á lífi og ég hef aldrei sagt henni það. Síðasti sálfræðitíminn sem ég pantaði fór í súginn vegna þess að ég gleymdi að mæta. Ég er sífellt að átta mig á hvernig ég virka sem manneskja,“ segir Kiddi í fyllstu einlægni. Á Íslandi þjást 12 til 15 þúsund manns af þunglyndi á hverjum tíma. Þótt þunglyndi sé svo algengt gerir fólk sér oft litla grein fyrir eðli sjúkdómsins og þar gætir oft misskilnings, samkvæmt upplýsingum frá Landspítalanum. Orsaka er að leita í flóknu samspili arfgengra áhættuþátta, áfalla og viðvarandi álags sem móta viðbrögð einstaklingsins gegn streitu og áföllum og auka líkur á sjúklegu þunglyndi.Hægt er að hlusta á þáttinn í heild sinni hér.

Í þessari frétt er fjallað um þunglyndi og sjálfsvíg. Ef ein­stak­ling­ar glíma við sjálfs­vígs­hugs­an­ir er bent á Hjálp­arsíma Rauða kross­ins 1717 og netspjall Rauða krossins 1717.is. Opið allan sólarhringinn. Einnig má hafa sam­band við Píeta-sam­tök­in sem veita ókeyp­is ráðgjöf í síma 552-2218, allan sólarhringinn. Netspjall Heilsuveru þar sem svarar hjúkrunarfræðingur er líka opið frá kl.8-22 alla daga. Fyrir þau sem misst hafa ástvin í sjálfsvígi má fá stuðning í sorg hjá Sorgarmiðstöð og hjá Pieta samtökunum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Sharon Osbourne dauðsér eftir Ozempic – „Þetta sýnir bara hætturnar við þessi lyf sem lofa árangri strax“

Sharon Osbourne dauðsér eftir Ozempic – „Þetta sýnir bara hætturnar við þessi lyf sem lofa árangri strax“
Fókus
Í gær

Simmi Vill segir að þetta sé stærsta kjarabótin fyrir íslenskar fjölskyldur – „Nú verð ég kallaður karlrembupungur“

Simmi Vill segir að þetta sé stærsta kjarabótin fyrir íslenskar fjölskyldur – „Nú verð ég kallaður karlrembupungur“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Segja atvikið í bardaganum sýna að úrslitin hafi verið fyrir fram ákveðin

Segja atvikið í bardaganum sýna að úrslitin hafi verið fyrir fram ákveðin
Fókus
Fyrir 3 dögum

Dómnefnd FKA skipuð fyrir árlega viðurkenningarhátíð 

Dómnefnd FKA skipuð fyrir árlega viðurkenningarhátíð 
Fókus
Fyrir 3 dögum

Kynlífsóðu klámstjörnunni sparkað úr landi

Kynlífsóðu klámstjörnunni sparkað úr landi
Fókus
Fyrir 4 dögum

„Konur sem sætta sig við framkomu sem þær eiga ekki skilið eru kannski í samböndum sem þeim líður ekki vel í“

„Konur sem sætta sig við framkomu sem þær eiga ekki skilið eru kannski í samböndum sem þeim líður ekki vel í“