Bayern Munchen er búið að finna arftaka Manuel Neuer sem mun bráðlega leggja hanskana á hilluna.
Frá þessu greinir Sky Sports en Neuer hefur lengi verið einn besti markmaður heims og að margra mati sá besti.
Neuer er þó bundinn Bayern til ársins 2026 og er einnig fyrirliði liðsins en hann verður líklega áfram aðalmarkvörður liðsins á næstu leiktíð.
Bayern er að horfa til markmannsins Mike Maignan sem spilar með AC Milan og telur hann fullkominn kost í að leysa Neuer af hólmi.
Maignan hefur staðið sig frábærlega á Ítalíu og er einnig aðalmarkvörður franska landsliðsins.