Olivier Giroud, leikmaður AC Milan, mun að öllum líkindum leggja landsliðsskóna á hilluna ef Frakkland vinnur EM 2024.
Hann greinir sjálfur frá þessu en Giroud hefur aldrei unnið EM á sínum ferli en var hluti af liðinu sem vann HM 2018.
Giroud dreymir um að bæta þessum titli í safnið en hann er 37 ára gamall og mun leggja landsliðsskóna á hilluna ef titillinn kemur heim.
,,Þetta er titillinn sem ég á eftir að vinna. Ef við vinnum hann, þá er ég hættur,“ sagði Giroud.
,,Ég nýt þess að spila hérna og ég sagði það sama ef við myndum vinna HM 2022, þá væri ég hættur.“
,,Ég vil vinna titla með mínu landsliði, það er mjög góður möguleiki að þetta verði raunin.“