Enn einn leikmaðurinn er að skrifa undir nýjan samning við Arsenal og er það mögulega óvænt nafn.
Um er að ræða Takehiro Tomiyasu en hann ku vera í samningaviðræðum við Arsenal um framlengingu.
Tomiyasu hefur ekki náð að festa sig í sessi sem byrjunarliðsmaður í London og rennur samningur hans út 2025.
Mikel Arteta, stjóri Arsenal, er þó mjög hrifinn af Tomiyasu og vill halda leikmanninum til lengri tíma – jafnvel þó hann fái ekki að byrja alla leiki.
Athletic segir að samkomulag muni nást og að samningur Tomiyasu muni endast til 2026 frekar en 2025.