Marcus Rashford átti gríðarlega slakan leik í gær er Manchester United tapaði 1-0 gegn Newcastle.
Rashford var einn besti ef ekki besti leikmaður United á síðasta tímabili en það sama má ekki segja um þetta tímabil.
Gengið hefur verið ansi erfitt á köflum og getur Man Utd ekki treyst á mörk Rashford sem er ekki heitur fyrir framan markið.
Erik ten Hag, stjóri Man Utd, var spurður út í frammistöðu Rashford í gær en neitaði að opna sig við fjölmiðla.
Hollendingurinn ætlar þó að tala við sinn mann og vonast til að ná því besta úr honum að lokum.
,,Ég mun ræða við hann en ekki við fjölmiðla,“ sasgði Ten Hag í samtali við TNT Sports.