Roberto De Zerbi hefur gert stórkostlega hluti með Brighton síðan hann tók við liðinu af Graham Potter.
De Zerbi hefur verið orðaður við hin ýmsu lið og má nefna Manchester City sem og Real Madrid.
De Zerbi þykir vera fullkominn sem arftaki Pep Guardiola ef sá síðarnefndi ákveður að yfirgefa lið Man City.
Litlar líkur eru á að De Zerbi færi sig um set bráðlega en Football Insider fullyrðir það að hann sé ánægður hjá Brighton og sé nú í viðræðum um nýjan samning.
Ítalinn vill skrifa undir nýjan samning á Amex Vellinum sem þýðir að þessi stórlið þurfa að bíða eftir hans þjónustu.