Guðlaugur Victor Pálsson komst á blað fyrir lið Eupen í Belgíu í dag er liðið mætti Kortrijk.
Íslenski landsliðsmaðurinn komst á blað á 68. mínútu og virtist ætla að tryggja heimaliðinu sigur.
Kortrijk jafnaði hins vegar metin á 93. mínútu í uppbótartíma og þurftu heimamenn að sætta sig við eitt stig.
Guðlaugur Victor lék allan leikinn í jafnteflinu og þá spilaði Alfreð Finnbogason 78 mínútur og þótti standa sig vel.
Eupen er í fallsæti í belgísku úrvalsdeildinni og er tveimur stigum frá öruggu sæti.