N. Forest 0 – 1 Everton
0-1 Dwight McNeil(’67)
Everton er næstum komið úr fallsæti eftir sigur á Nottingham Forest í dag í næst síðasta leik laugardagsins.
Everton er með sjö stig í 18. sætinu en tíu stig voru tekin af liðinu á dögunum – annars væri það í 11. sæti.
Dwight McNeil reyndist hetja gestanna í dag og skoraði eina mark leiksins á 67. mínútu í seinni hálfleik.
Forest hefur nú tapað fjórum af síðustu fimm leikjum sínum en er enn sex stigum frá fallsæti.