Það er ljóst hvaða liðum Ísland mætir ef liðið fer alla leið í lokakeppni EM sem hefst í Þýskalandi á næsta ári.
Ísland er á leiðinni í umspil í gegnum Þjóðadeildina og þarf að vinna Ísrael í fyrstu umferð og mætir svo annað hvort Bosníu eða Úkraínu.
Ísland myndi fá ansi þægilegan riðil ef farið er alla leið í lokakeppnina en dregið var í riðlana í dag.
Andstæðingar Íslands yrðu Rúmenía, Slóvakía og Belgía og myndum við leika í E riðli að þessu sinni.
Hér má sjá dráttinn í heild sinni.
E-riðill:
Belgía
Slóvakía
Rúmenía
Ísland, Ísrael, Úkraína eða Bosnía
A-riðill:
Þýskaland
Skotland
Ungverjaland
Sviss
B-riðill:
Ítalía
Króatía
Spánn
Albanía
C-riðill:
England
Danmörk
Slóvenía
Serbía
D-riðill:
Austurríki
Frakkland
Holland
Wales, Eistland, Pólland eða Finnland
F-riðill:
Tékkland
Portúgal
Tyrkland
Georgía, Lúxemborg, Grikkland eða Kasakstan