Kári Árnason, yfirmaður knattspyrnumála Víkings, hefur staðfest það að Norrkoping hafi haft samband við félagið vegna Arnars Gunnlaugssonar.
Arnar hefur gert frábæra hluti með Víking undanfarin ár og er orðaður við þjálfarastarfið hjá sænska félagið.
Fótbolti.net hafði samband við Kára í dag og staðfesti hann að það hafi komið fyrirspurn frá Norrkoping á dögunum.
„Þeir höfðu samband við okkur til að fá að hafa samband við Arnar. Það var gefið leyfi á það, en þeir voru fullkomlega meðvitaðir um það að Arnar færi ekkert bara frá Víkingi,“ sagði Kári við Fótbolta.net.
,,Þeir þurfa að eiga samtal við okkur og það hefur ekkert komið. Ég veit ekki hvar þetta stendur þeirra á milli.“
Kári var síðar spurður út í það hvort einhver úr þjálfarateymi Víkings gæti fylgt Arnari til Svíþjóðar en segist ekki þekkja það eins og staðan er.