Jón Daði Böðvarsson átti stórleik fyrir lið Bolton í dag sem spilaði við Harrogate í enska bikarnum.
Bolton er komið áfram í næstu umferð og það þægilega og er það mest megnis Íslendingnum að þakka.
Jón Daði hefur ekki átt fast sæti í liði Bolton á tímabilinu en minnti rækilega á sig í fyrri hálfleik í dag.
Jón Daði skoraði þrennu á aðeins 43 mínútum í þessari viðureign og kom Bolton í 3-0 fyrir hálfleik.
Framherjinn var tekinn af velli á 65. mínútu en staðan var þá orðin 5-1 og sigur heimaliðsins aldrei í hættu.