Arnar Gunnlaugsson er ekki eini þjálfarinn sem er orðaður við lið Norrkoping í Svíþjóð sem er nú í þjálfaraleit.
Expressen í Svíþjóð segir frá að Jóhannes Karl Guðjónsson sé einnig á óskalista félagsins en hann er í dag aðstoðarþjálfari íslenska landsliðsins.
Arnar hefur sjálfur verið sterklega bendlaður við starfið og eru góðar líkur á að hann verði ráðinn til starfa.
Fótbolti.net ræddi þá við Jóa Kalla í dag og spurði fyrrum landsliðsmanninn út í stöðuna og staðfestir hann viðræður við sænska félagið.
,,Ég átti óformlegt spjall við forsvarsmenn félagsins í vikunni. Mér finnst líklegt að ég verði boðaður í viðtal í næstu viku,“ segir Jói Kalli við Fótbolta.net.
Sonur hans, Ísak Bergmann Jóhannesson, lék með Norrkoping frá 2019 til 2021 og þekkir Jói því aðeins til félagsins.