Það er ansi líklegt að vængmaðurinn öflugi Khvicha Kvaratskhelia endi á því að spila fyrir stórlið Real Madrid einn daginn.
Frá þessu greinir faðir leikmannsins, Badri Kvaratskhelia, en hann er einnig umboðsmaður sonar síns.
Um er að ræða gríðarlega eftirsóttan vængmann en hann hefur gert það gott hjá Napoli á Ítalíu í um tvö ár.
Þessi frábæri landsliðsmaður Georgíu spilaði gegn Real Madrid í vikunni og fékk að upplifa þann draum að leika á Santiago Bernabeu.
,,Fyrir Khvicha að spila gegn Real Madrid var mjög sérstakt, hann átti sér alltaf draum að spila fyrir Real og ég er sannfærður um að sá draumur sé enn á lífi,“ sagði Badri.
,,Í þessari fjölskyldu eru allir stuðningsmenn Real Madrid – fyrir utan mig. Þetta var mjög sérstakt einvígi.“