Darren Bent, fyrrum landsliðsmaður Englands, myndi frekar kaupa Kai Havertz en Marcus Rashford í sitt lið, ef hann væri við stjórnvölin hjá félagi.
Bent segir sjálfur frá þessu en Rashford er leikmaður Manchester United og er Havertz á mála hjá Arsenal.
Báðir leikmenn hafa átt nokkuð erfitt uppdráttar á tímabilinu en Havertz hefur þó skorað tvö mörk í síðustu tveimur leikjum sínum.
Rashford var ansi góður fyrir Man Utd á síðustu leiktíð en hefur ekki náð sömu hæðum í vetur.
,,Í dag? Miðað við það sem Mikel Arteta vill gera þá já, gefðu mér Havertz,“ sagði Bent í samtali við TalkSport.
,,Ég vil ekki sjá Rashford þessa stundina, ég veit ekki hvað ég fæ úr þeim leikmanni. Ég myndi alltaf velja Havertz frekar en hann.“