Lionel Messi viðurkennir það að hann hafi tekið skref niður á við á ferlinum með því að semja við Inter Miami í Bandaríkjunum.
Messi er einn allra besti leikmaður sögunnar en hann er 36 ára gamall í dag og kom til Bandaríkjanna fyrr á árinu.
Messi lék fyrir það með Paris Saint-Germain í Frakklandi og áður með Barcelona á Spáni.
Deildin í Bandaríkjunum er mun verri og viðurkennir Messi það fúslega en hann stefnir þó að því að spila með Argentínu á HM eftir þrjú ár.
,,Ég hef sagt þetta margoft og nú er þetta raunveruleikinn – ég mun alltaf reyna að spila í hæsta gæðaflokki á meðan ég get og ég verð sá fyrsti til að viðurkenna hvenær ég get það og hvenær ekki,“ sagði Messi.
,,Ég veit vel að ég var að færa mig í verri deild en margt utan vallar getur spilað inn í. Svo lengi sem mér líður vel og ég get lagt mitt af mörkum þá mun ég spila með landsliðinu.“