Hinn efnilegi Alvaro Fernandez segir að Erik ten Hag, stjóri Manchester United, hafi haft litla sem enga trú á sér í sumar.
Fernandez var lánaður til Granada í sumarglugganum en hann gerði sér vonir um að leika með aðalliði United á tímabilinu.
Um er að ræða vinstri bakvörð sem var hluti af liði United á undirbúningstímabilinu en var svo losaður tímabundið í sumar.
Fernandez er 20 ára gamall og kemur frá Spáni en hann hefur leikið sex deildarleiki fyrir Granada á þessu tímabili.
,,Hvaða skilaboð fékk ég frá Manchester United? Að ég ætti að fara annað á láni,“ sagði Fernandez.
,,Ten Hag hafði enga trú á mér, ég þurfti að fara annað til að öðlast reynslu en við sjáum hvað gerist í framtíðinni.“