Einn ágætur einstaklingur ákvað að kaupa sér rándýran bíl eftir að lið hans komst í 16 liða úrslit Meistaradeildarinnar í fyrsta sinn í 23 ár.
Um er að ræða stjörnu Lazio, Mario Gila, en hann keypti bifreiðina eftir að hans lið vann Celtic í riðlakeppninni á þriðjudag.
Lazio er ekki búið að vinna riðilinn en á enn möguleika og þarf að sigra Atletico Madrid í lokaumferðinni.
Gila sem er 23 ára gamall fagnaði þessum sigri opinberlega en hann keypti sér BMW M8 opaque degi eftir sigurinn á Celtic.
Þessi bíll kostaði leikmanninn 24 milljónir króna en Gil var sjálfur að spila sinn fyrsta leik í Meistaradeildinni.
Myndir af bílnum má sjá hér.