fbpx
Þriðjudagur 21.janúar 2025
433Sport

Gerði allt til að lifa af við mjög erfiðar aðstæður: Borðaði snáka og leitaði í ruslinu – ,,Komu dagar þar sem ég gat ekki borðað“

Victor Pálsson
Laugardaginn 2. desember 2023 19:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það eru margir sem hafa upplifað erfiða æsku og síðar náð langt í sínu lífi og gott dæmi er fyrrum enski úrvalsdeildarleikmaðurinn George Elokobi.

Elokobi er í dag þjálfari Maidstone á Englandi en hann gerði garðinn frægan sem leikmaður Wolves og spilaði í ensku úrvalsdeildinni um tíma.

Elokobi er í dag 37 ára gamall og hefur lagt skóna á hilluna en hann kemur frá Kamerún og átti mjög erfitt uppdráttar á sínum yngri árum.

Fjölskylda leikmannsins var mjög fátæk og þurfti hann oft sjálfur að veiða í matinn og nefnir þar snáka og fugla.

,,Ég átti ansi erfiða æsku. Pabbi minn lést þegar ég var tíu ára og hann var mín fyrirmynd. Það komu dagar þar sem ég gat ekki borðað, ég leitaði í ruslinu eftir mat,“ sagði Elokobi.

,,Ég var líka í því að elta fugla, ég notaði vopn eða gildrur. Ef það virkaði ekki þá þurfti ég að eltast við og borða snáka eða kartöflur sem var ekki búið að þvo.“

,,Ég þurfti að sætta mig við hvað sem ég gat sett í magann á mér. Við vorum ekki með rennandi vatn og þurftum að labba kílómetra fram og til baka til að redda því fyrir fjölskylduna.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Kári Árna: „Auðvitað er það alveg glatað en það er ekkert hægt að velta sér upp úr því“

Kári Árna: „Auðvitað er það alveg glatað en það er ekkert hægt að velta sér upp úr því“
Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Sjáðu gæshúðarmyndband: Falleg stund hjá Strákunum okkar og stuðningsmönnum í höllinni í kvöld

Sjáðu gæshúðarmyndband: Falleg stund hjá Strákunum okkar og stuðningsmönnum í höllinni í kvöld
Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Ísland flýgur inn í milliriðil með fullt hús – Ótrúleg frammistaða Viktors Gísla

Ísland flýgur inn í milliriðil með fullt hús – Ótrúleg frammistaða Viktors Gísla
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Strákarnir okkar mæta Skotum í sumar

Strákarnir okkar mæta Skotum í sumar
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Sölvi stoltur og hlakkar til komandi tíma – „Mig er búið að gruna þetta“

Sölvi stoltur og hlakkar til komandi tíma – „Mig er búið að gruna þetta“
433Sport
Í gær

Eru sagðir undirbúa það að kynna Rashford í þessari viku

Eru sagðir undirbúa það að kynna Rashford í þessari viku
433Sport
Í gær

Staðfesta ráðninguna á Elísabetu

Staðfesta ráðninguna á Elísabetu