Gríðarleg sorg ríkur nú á meðal margra sem tengjast knattspyrnufélaginu Margate sem leikur í neðri deildunum á Englandi.
Strákur að nafni Michael Britt lét lífið á fimmtudag aðeins tveimur dögum fyrir 21 árs afmæli sitt.
Um var að ræða efnilegan strák sem var fyrirliði FC Baypoint sem er varalið Margate og átti hann framtíðina fyrir sér.
Michael byrjaði að spila fyrir Margate þegar hann var aðeins sex ára gamall en vegna heilsuvandamála þurfti hann að taka sér frí um skeið.
Michael sneri aftur í U23 lið Margate á þessu tímabili en fyrir helgi var andlát hans staðfest.
Það var alltaf draumur leikmannsins að ná langt sem knattspyrnumaður og bjóst Margate við að hann yrði hluti að aðalliðinu í framtíðinni.
Margate hefur staðfest það að númer hans verði lagt á hilluna en Michael klæddist treyju númer tvö nánast allan sinn feril.
,,Þetta var einn vinalegasti og elskulegasti drengur sem þú gast fundið og við fengum að njóta þess að kynnast honum,“ sagði í tilkynningu Margate.
,,Við munum öll sakna þín, þvílíkur strákur og þvílíkur fyrirliði.“