fbpx
Miðvikudagur 22.janúar 2025
433Sport

Fjallað um Guðjohnsen-fjölskylduna í enskum fjölmiðlum í dag

Helgi Fannar Sigurðsson
Föstudaginn 1. desember 2023 19:21

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Breska götublaðið The Sun fjallar um íslensku knattspyrnugoðsögnina Eið Smára Guðjohnsen og syni hans sem eru að gera það gott í skemmtilegri grein í dag.

Þar er farið lauslega yfir feril Eiðs sem var magnaður. Varð hann til að mynda tvisvar Englandsmeistari með Chelsea og skoraði 78 mörk fyrir liðið í 263 leikjum. Þá skoraði hann 19 mörk og lagði upp tíu með í 114 leikjum með stórveldi Barcelona.

Auk þess kom Eiður við hjá liðum eins og Tottenham, Fulham, Stoke og Monaco á farsælum atvinnumannaferli.

Eins og flestir vita eru synir hans að gera það gott og er það kveikjan að grein The Sun.

Er fjallað um Svein Aron Guðjohnsen sem spilar með sænska liðinu Elfsborg og hefur spilað 20 A-landsleiki fyrir Ísland.

Andri Lucas Guðjohnsen er þá farinn að raða inn mörkum fyrir danska félagið Lyngby og er fastamaður í landsliðinu.

Yngsti sonur Eiðs, Daníel Tristan Guðjohnsen, spilar þá með sænska stórliðinu Malmö og íslenska U-19 ára landsliðinu.

Allir hafa þeir verið í akademíu Barcelona á yngri árum og þeir tveir yngri voru einnig hjá Real Madrid um tíma.

Með því að smella hér er hægt að lesa greinina.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Staðfest að Víkingur spili heimaleik sinn í Finnlandi

Staðfest að Víkingur spili heimaleik sinn í Finnlandi
433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Vlahovic orðaður við England

Vlahovic orðaður við England
433Sport
Í gær

Chelsea tryggir sér leikmann fyrir næstu leiktíð

Chelsea tryggir sér leikmann fyrir næstu leiktíð
433Sport
Í gær

Kveður Arnar með söknuði og segir hann fullkominn fyrir landsliðið – „Ekki bara frábær þjálfari heldur líka frábær manneskja“

Kveður Arnar með söknuði og segir hann fullkominn fyrir landsliðið – „Ekki bara frábær þjálfari heldur líka frábær manneskja“