fbpx
Laugardagur 27.júlí 2024
Fókus

Algengustu draumarnir og hvað þeir þýða

Guðrún Ósk Guðjónsdóttir
Sunnudaginn 3. desember 2023 19:00

Mynd/Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Draumar geta veitt okkur furðulega innsýn í undirmeðvitundina og reynist oft erfitt að ráða þá.

Á vef Doktor.is stendur eftirfarandi um drauma:

Draumar eru taldir eiga sér stað á því stigi svefns sem nefnist REM-svefn (e. rapid eye movements). Þess háttar svefn einkennist af hröðum og óreglulegum heilabylgjum, algjörri vöðvaslökun og greinilegum, tiltölulega hröðum augnhreyfingum. REM-stig svefns kemur fyrir með reglulegu millibili á um 90 mínútna fresti á næturnar og stendur mislengi, allt frá nokkrum mínútum upp í hálftíma. Þessi draumskeið eru styst í byrjun nætur en lengjast er líður á nóttina. Ef fólk vaknar eftir lok slíks draumskeiðs getur það venjulega rifjað upp söguþráð draums.

Hér eru nokkrir af algengustu draumunum og hvað þeir gætu þýtt fyrir þig. Þetta er einungis lauslegur leiðarvísir, aðeins dreymandinn sjálfur getur túlkað hvað sé í gangi í hausnum hans. Greinin birtist fyrst á vef Indy100 og er hér lauslega þýdd fyrir lesendur.

Fljóta eða fljúga

Draumasérfræðingurinn Ian Wallace leggur til að fljúga tengist því að losa sig frá íþyngjandi aðstæðum. Aðrir eru með þá kenningu að það tengist einnig sjálfsöryggi okkar og getu okkar að ljúka við hluti. Að fljúga hátt er einnig ótrúleg upplifun í draumi, á meðan fljótandi lágt niðri nálægt jörðu bendir til þess að eitthvað sé að halda okkur niðri.

Missa tennurnar

Eins og að fljúga hátt eða fljóta neðarlega, þá getur að missa tennurnar tengst sjálfstrausti. Tennurnar tákna þá sjálfstraust okkar og eitthvað í lífi okkar er að draga úr því. Samkvæmt DreamBible þá táknar að missa tennurnar að maður sé að tapa valdi eða sjálfstrausti í einhverjum hluta lífs manns. Fólk sem dreymir að tennurnar þeirra séu að detta úr er algengt meðal fólks sem trúir því að það sé að tapa útliti sínu í gegnum öldrun. Það er einnig algengt á meðal fólks sem er að tapa pening, starfsferil eða einhvers konar stöðu.

Nakin/n á almannafæri

Fötin sem við veljum eru hluti af ímynd okkar út á við. Að vera nakinn á almannafæri gefur til kynna að í raunheiminum séu einhverjar aðstæður þar sem við upplifum okkur berskjölduð. Ian Wallace heldur því fram að það getur tengst aðstæðum í daglegu lífi manns, eins og að fara í ókunnugar aðstæður eins og að byrja í nýrri vinnu eða nýju sambandi þar sem okkur skortir sjálfstraust.

Að detta

Að detta er, í eðli sínu, að missa stjórnina. Við gætum verið óörugg eða náum ekki stjórn á aðstæðum. Eitthvað í lífi okkar getur verið sífellt að breytast og þar með of erfitt fyrir okkur til að ráða við. Þessir draumar geta oft verið viðvörun að við þurfum að fara að hugsa meira um aðstæður og verk okkar í raunheiminum.

Aðrir giska á að þetta gæti tengst örmögnun yfir höfuð – við getum ekki haldið áfram að vinna svona mikið eða vera með svona mikla ábyrgð. Við þurfum bara að sleppa og fá fólk í stuðningsnetinu okkar til að létta byrðina aðeins. Við þurfum að slaka á og sleppa takinu.

Að vera elt/ur

Þetta er einn af algengustu draumunum sem hafa verið tilkynntir og rannsakaðir á netinu. Þó enginn getur sagt með fullri vissu þá trúa margir því að það tengist vandamálum sem við erum að flýja undan og vitum ekki hvernig við eigum að tækla þau. Draumar þar sem við erum elt benda til þess að við erum að forðast vandamál eða aðstæður sem eiga að lokum eftir að ná okkur.

Samkvæmd Dream Moods að vera elt af dýri getur táknað að við séum að reyna að forðast eða flýja reiði sem við höfum ekki látið í ljós eða viðurkennt. Að flýja frá einhverjum getur táknað að við séum að reyna að komast yfir verkefni eða neikvæðar tilfinningar gagnvart einhverjum.

En að hlaupa í burtu og njóta eltingarleiksins gefur í skyn að við njótum þess að vera viðfangsefni löngunar. Okkur líkar tilfinningin að einhver vill okkur. Draumurinn getur einnig táknað blómstrandi samband.

Vatn

Vatn er sagt standa fyrir tilfinningar okkar. Gæði vatnsins (tært, gruggugt o.s.frv.) er vísbending um tilfinningalegt ástand okkar.

Að keyra stjórnlausa bifreið

Bíllinn táknar hæfni þína til að stýra í áttina að ákveðnu markmiði. Í raunheiminum gæti verið að þér finnst þú ekki hafa næga stjórn á leið þinni til velgengis.

Að finna ónotað herbergi

Herbergið táknar ólíka hluta af okkur og að finna ónotað herbergi er merki um að uppgötva áður óþekktan hæfileika. Að finna ónotað herbergi eða einhvern stað sem við höfum aldrei séð áður getur oft þýtt vöxt, uppgötvun eða nýtt viðhorf.

Það eru svo sumir sem velta því fyrir sér að ef herbergið er í einum lit og ósnert að það þýðir að við séum tilbúin til að byrja upp á nýtt – eins og tómur strigi.

Kynlíf

Kynlífsdraumar geta augljóslega verið um kynferðislega tjáningu en það getur einnig þýtt tengingu þína við þig sjálfa/n og aðra.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Háklassa vændiskona rukkar 1,4 milljónir fyrir endaþarmsmök – „Ég held að karlmenn njóti þess að sjá konur í óþægilegum aðstæðum“

Háklassa vændiskona rukkar 1,4 milljónir fyrir endaþarmsmök – „Ég held að karlmenn njóti þess að sjá konur í óþægilegum aðstæðum“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Ingi skorar á Íslendinga að finna sig – Klukkarinn fær 100 þúsund í fundarlaun

Ingi skorar á Íslendinga að finna sig – Klukkarinn fær 100 þúsund í fundarlaun
Fókus
Fyrir 2 dögum

Magnús Hlynur hrekkti eiginkonuna og þurfti að sofa á sófanum í nótt

Magnús Hlynur hrekkti eiginkonuna og þurfti að sofa á sófanum í nótt
Fókus
Fyrir 2 dögum

Kjartan er ekki neyddur til að vera í opnu sambandi – „Myndi ekki vilja fara til baka“

Kjartan er ekki neyddur til að vera í opnu sambandi – „Myndi ekki vilja fara til baka“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Íbúar ensks þorps afar ósáttir við fjölmenna kynlífshátíð í næsta nágrennni – Kvarta undan orgum og frygðarstunum

Íbúar ensks þorps afar ósáttir við fjölmenna kynlífshátíð í næsta nágrennni – Kvarta undan orgum og frygðarstunum
Fókus
Fyrir 4 dögum

Prinsinn orðinn 11 ára – Mamman myndar afmælisdrenginn

Prinsinn orðinn 11 ára – Mamman myndar afmælisdrenginn