Skemmtikrafturinn og hlaðvarpsstjarnan Hjálmar Örn Jóhannsson var gestur í nýjasta þætti Íþróttavikunnar sem kemur út alla föstudaga. Helgi Fannar Sigurðsson og Hrafnkell Freyr Ágústsson hafa umsjón með þættinum.
Þó hjálmar sé stuðningsmaður Tottenham hafa erkifjendur liðsins í Arsenal heillað hann á leiktíðinni. Hann telur þá geta farið alla leið og unnið Englandsmeistaratitilinn.
„Hvað er að gerast? Það er bara ekki veikur hlekkur þarna,“ sagði Hjálmar.
„Ég er farinn að hafa miklar áhyggjur af því að Arsenal taki bara deildina.“
Umræðan í heild er hér ofar og þátturinn hér að neðan.