fbpx
Miðvikudagur 02.apríl 2025
EyjanFastir pennar

Óttar Guðmundsson skrifar: Kissinger

Eyjan
Laugardaginn 2. desember 2023 06:00

Óttar Guðmundsson

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ég var á ferðalagi í Viet Nam og Kambódíu á dögunum. Bæði löndin tilheyrðu nýlenduveldi Frakka sem biðu hernaðarlegan ósigur árið 1953 við Dien Bien Phu. Fljótlega eftir það tóku Bandaríkjamenn upp slaginn við frelsisöflin og þjóðernissinna í Viet Nam. Hver forsetinn á fætur öðrum lét leiða sig út í kviksyndi Vietnamstríðsins, Kennedy, Johnson, Nixon og Ford. Eftir því sem stríðið dróst á langinn fjölgaði stríðsglæpum Bandaríkjamanna. Á stríðsminjasafninu í Saigon eru sýndar ömurlegar afleiðingar eiturefnahernaðar og sprengjuárása sem stundaðar voru um árabil.

Forsetar komu og fóru en einn maður kemur ítrekað við sögu þessa ömurlega stríðs, Þjóðverjinn Henry Kissinger. Hann var að deyja á dögunum aldargamall. Kissinger var utanríkisráðherra og þjóðaröryggisfulltrúi Bandaríkjanna á þessum örlagaríku tímum og lagði línurnar. Hann lét sprengja Viet Nam í tætlur úr háloftunum en þyrlur flugu yfir skóglendi og helltu eitri yfir gróður og fólk. Margar milljónir létust eða særðust í þessum átökum. Mikill fjöldi barna fæðist enn með alvarlega vansköpun vegna þessa eiturhernaðar.

Í lok apríl 1975 vannst fullnaðarsigur og bandarísku stríðsherrarnir flúðu með skottið milli lappanna. Kissinger var aldrei dreginn til ábyrgðar fyrir öll sín glæpaverk í Viet Nam og Kambódíu. Hann fékk meira að segja friðarverðlaun Nóbels sem er eins og að snúa faðirvorinu uppá andskotann.

Ekki er að efa að hann mun í neðra fyrirhitta landa sína sem fóru hamförum í Evrópu 1939 – 1945. Þeir voru látnir svara til ábyrgðar í Nürnbergréttarhöldunum eftir stríðið. Gaman væri að heyra hann skýra út hvernig honum tókst að komast upp með þjóðarmorð og ótrúlegustu stríðsglæpi án nokkurrar refsingar og galdra til sín friðarverðlaun. Ég heyri  Adolf heitinn muldra: „Hefði ég haft þennan mann í mínu liði væri heimurinn öðruvísi í dag.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Svarthöfði skrifar: Flokksgæðingar fallinna flokka maka krókinn á Grindavík

Svarthöfði skrifar: Flokksgæðingar fallinna flokka maka krókinn á Grindavík
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Davíð Þór Björgvinsson skrifar: Ísland, NATO og varnarsamningurinn

Davíð Þór Björgvinsson skrifar: Ísland, NATO og varnarsamningurinn
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Ágúst Borgþór skrifar: Skjól fyrir þolendur eða eltihrella?

Ágúst Borgþór skrifar: Skjól fyrir þolendur eða eltihrella?
EyjanFastir pennar
Fyrir 2 vikum

Sigmundur Ernir skrifar: Nú drepa þeir tvo fyrir einn

Sigmundur Ernir skrifar: Nú drepa þeir tvo fyrir einn
EyjanFastir pennar
Fyrir 2 vikum

Óttar Guðmundsson skrifar: Herra langveikur

Óttar Guðmundsson skrifar: Herra langveikur
EyjanFastir pennar
Fyrir 3 vikum

Óttar Guðmundsson skrifar: Göngugrindahlaup

Óttar Guðmundsson skrifar: Göngugrindahlaup
EyjanFastir pennar
Fyrir 3 vikum

Þorsteinn Pálsson skrifar: Um hvað snýst bandalag?

Þorsteinn Pálsson skrifar: Um hvað snýst bandalag?
EyjanFastir pennar
28.02.2025

Steinunn Ólína skrifar: Ayahuasca og andleg reynsla á Landspítalanum

Steinunn Ólína skrifar: Ayahuasca og andleg reynsla á Landspítalanum
EyjanFastir pennar
27.02.2025

Svarthöfði skrifar: Gamla Sovétið leggur hægrinu lið

Svarthöfði skrifar: Gamla Sovétið leggur hægrinu lið