Stuðningsmenn Newcastle ætla að endurvekja stuðningsmannaklúbb félagsins hér á landi og verður fundur þess efnis á Ölver 19:00 á morgun.
Fundurinn hefst klukkan 19:00 en klukkan 20:00 hefst leikur Newcastle og Manchester United.
Allir helstu stuðningsmenn Newcastle hér á landi hafa boðað komu sína.
Kosið verður í stjórn og ráð og ætla stuðningsmenn Newcastle svo að horfa á leikinn saman eftir fund.