fbpx
Laugardagur 27.júlí 2024
Fókus

Ætlar að hætta með honum vegna þess sem hann gerði á meðan hún var á klósettinu

Fókus
Föstudaginn 1. desember 2023 10:58

Skjáskot/TikTok

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Ég ætla að hætta með gaurnum sem ég er að deita vegna þess sem hann gerði mér þegar ég var á klósettinu um daginn. Ég er ekki að djóka, mér er full alvara.“

Svona byrjar myndband bandaríska áhrifavaldsins Jess Jacobsen á TikTok, þar sem hún er með milljón fylgjendur ,og hefur umrætt myndband fengið yfir 7,4 milljónir í áhorf.

Hún segir frá því sem gerðist. „Ég var heima hjá honum og fór á klósettið til að kúka. Ég ætlaði að skeina mér en það var enginn klósettpappír. Ég var alveg:  „Ohh… Hey, elskan, ertu til í að fara á neðri hæðina og ná í klósett pappír fyrir mig?“ Hann sagði nei. „Ég var búinn að segja þér að klósettpappírinn sé búinn á þessu klósetti,“ sagði hann.“

Jess sagðist hafa gleymt því og bað hann um að rétta sér klósettpappír en hann hélt áfram að neita.

„Ég reyndi að útskýra fyrir honum að aðeins hann gæti hjálpað mér, ég gæti ekki farið sjálf niður að ná í klósettpappír en hann hélt áfram að segja nei.“

Kærastinn byrjaði þá að hunsa hana og láta eins og hann heyrði ekki í henni.

„Ég heyrði í símanum hans, hann var bara að horfa á eitthvað. Þannig ég ákvað, ókei ef þú ætlar ekki að hjálpa mér þá þarf ég að öskra eftir hjálp. Og ég byrjaði að öskra: „HJÁLP! HJÁLPIÐ MÉR!“ Og hann stóð þá loksins upp og sagði: „Allt í lagi, þú ert svo fokking dramatísk.“ Hann fór síðan niður á ná í klósettpappír, opnaði hurðina og kastaði rúllunni í höfuð mitt og ég fór að gráta. Þetta er það ruglaðasta sem einhver hefur gert mér.“

Netverjar hvetja konuna til að standa með ákvörðun sinni að hætta með honum. „Hlauptu í burtu, hegðun hans mun aðeins versna,“ sagði einn.

„Ég hefði notað handklæðið hans, labbað út og aldrei talað við hann aftur,“ sagði önnur.

Þú getur horft á hana segja söguna hér að neðan og lesið athugasemdirnar, sem eru rúmlega 26 þúsund talsins.

@oohhjesssI will never get over this♬ original sound – Jess Jacobsen

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Háklassa vændiskona rukkar 1,4 milljónir fyrir endaþarmsmök – „Ég held að karlmenn njóti þess að sjá konur í óþægilegum aðstæðum“

Háklassa vændiskona rukkar 1,4 milljónir fyrir endaþarmsmök – „Ég held að karlmenn njóti þess að sjá konur í óþægilegum aðstæðum“
Fókus
Í gær

Ingi skorar á Íslendinga að finna sig – Klukkarinn fær 100 þúsund í fundarlaun

Ingi skorar á Íslendinga að finna sig – Klukkarinn fær 100 þúsund í fundarlaun
Fókus
Fyrir 2 dögum

Magnús Hlynur hrekkti eiginkonuna og þurfti að sofa á sófanum í nótt

Magnús Hlynur hrekkti eiginkonuna og þurfti að sofa á sófanum í nótt
Fókus
Fyrir 2 dögum

Kjartan er ekki neyddur til að vera í opnu sambandi – „Myndi ekki vilja fara til baka“

Kjartan er ekki neyddur til að vera í opnu sambandi – „Myndi ekki vilja fara til baka“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Íbúar ensks þorps afar ósáttir við fjölmenna kynlífshátíð í næsta nágrennni – Kvarta undan orgum og frygðarstunum

Íbúar ensks þorps afar ósáttir við fjölmenna kynlífshátíð í næsta nágrennni – Kvarta undan orgum og frygðarstunum
Fókus
Fyrir 4 dögum

Prinsinn orðinn 11 ára – Mamman myndar afmælisdrenginn

Prinsinn orðinn 11 ára – Mamman myndar afmælisdrenginn