Breiðablik 1 – 2 Maccabi Tel Aviv
0-1 Dan Biton
1-1 Gísli Eyjólfsson
1-2 Eran Zahavi
Breiðablik er áfram án stiga í Sambandsdeildinni eftir grátlegt tap gegn Maccabi Tel Aviv á Kópavogsvelli í dag. Leikurinn hófst klukkan 13:00.
Dan Bitan kom Maccabi Tel Aviv yfir með marki í fyrri hálfleik, skot hans var beint á Anton Ara Einarsson í marki Blika sem virtist blindast af sólinni.
Gísli Eyjólfsson jafnaði fyrir Blika í síðari hálfleik en Eran Zahavi kom gestunum aftur yfir.
Skot Zahavi var af talsverðu fær en boltinn flaug yfir Anton Ara sem hefði vafalítið getað gert betur. Lokastaðan 2-1 en Gísli Eyjólfsson lét reka sig af velli undir lokin og missir af síðasta leiknum.
Blikar eru án stiga eftir fimm leiki en liðið fær séns í síðasta leik til að koma sér á blað.