Manchester United hefur mikinn áhuga á miðverðinum Radu Dragusin hjá Genoa.
Fjölmiðlar í heimalandi hans, Rúmeníu, segja frá þessu en Dragusin er liðsfélagi Alberts Guðmundssonar hjá Genoa.
Dragusin er aðeins 21 árs gamall og er afar eftirsóttur. United telur hann fullkominn fyrir sig í vörnina en Barcelona, AC Milan og ensku liðin Arsenal, Tottenham og Newcastle hafa öll áhuga einnig.
Dragusin er samningsbundinn Genoa til 2027 en hann skrifaði nýverið undir nýjan samning.