fbpx
Miðvikudagur 22.janúar 2025
433Sport

Fjöldi íslenskra atvinnumanna skoðar heimkomu – Mörg áhugaverð nöfn

Hörður Snævar Jónsson
Fimmtudaginn 30. nóvember 2023 13:22

Valgeir er eftirsóttur biti. FRÉTTABLAÐIÐ/ ERNIR

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Fjöldi íslenskra atvinnumanna virðist vera að skoða það að koma heim, í Bestu deild karla geta menn fengið vel borgað og það virðist heilla bæði unga og gamla atvinnumenn.

Böðvar Böðvarsson bakvörður Trelleborg er einn þeirra sem skoðar það að koma heim. Hann er orðaður við uppeldisfélag sitt FH en Breiðablik, Valur og Víkingur gætu öll skoðað þann kost að fá Böðvar.

Alex Þór Hauksson miðjumaður Öster er að skoða það að koma heim og er hann orðaður við bæði Stjörnuna og Val.

Aron Bjarnason kantmaður Sirius er að koma heim og er sagður fara í Val en Breiðablik hefur þó mikinn áhuga á Aroni, hann hefur leikið fyrir bæði félög.

Jón Guðni Fjóluson er á heimleið eftir farsælan feril í atvinnumennsku og mun semja við Víking ef ekkert óvænt gerist.

Óli Valur Ómarsson leikmaður Sirius er að skoða heimkomu, hægri bakvörðurinn hefur lítið spilað. Uppeldisfélagið, Stjarnan hefur áhuga en vitað er að Valur skoðar að fá hægri bakvörð.

Valgeir Valgeirsson er að skoða heimkomu en Valur er þar einnig nefnt til sögunnar en sagan segir að Örebro vilji fá meira en tíu milljónir í sinn vasa til að sleppa Valgeiri.

Þá er hinn þrítugi Aron Sigurðarson að skoða heimkomu eftir sjö ár úti. Þessi þrítugi kantmaður Horsens gæti fengið mörg tilboð hér heima.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Staðfest að Víkingur spili heimaleik sinn í Finnlandi

Staðfest að Víkingur spili heimaleik sinn í Finnlandi
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Vlahovic orðaður við England

Vlahovic orðaður við England
433Sport
Í gær

Chelsea tryggir sér leikmann fyrir næstu leiktíð

Chelsea tryggir sér leikmann fyrir næstu leiktíð
433Sport
Í gær

Kveður Arnar með söknuði og segir hann fullkominn fyrir landsliðið – „Ekki bara frábær þjálfari heldur líka frábær manneskja“

Kveður Arnar með söknuði og segir hann fullkominn fyrir landsliðið – „Ekki bara frábær þjálfari heldur líka frábær manneskja“