fbpx
Sunnudagur 15.desember 2024
Fréttir

Systir Eddu Bjarkar stígur fram – „Í engu réttarríki ætti þetta að vera hægt“

Ágúst Borgþór Sverrisson
Fimmtudaginn 30. nóvember 2023 12:10

Edda Björk Arnardóttir

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Á meðan Edda Björk Arnardóttir situr í haldi lögreglu eftir handtöku í fyrrakvöld ritar systir hennar pistil henni til stuðnings á heimasíðu Eddu Bjarkar. Systirin segir Eddu Björk hafa þolað óréttlæti fyrir norskum dómstóli.

Ekki er vitað hvar þrír synir Eddu Bjarkar eru niðurkomnir en hún hefur verið handtekin. Norskir og íslenskir dómstólar hafa úrskurðað að drengirnir skuli afhentir föður sínum í Noregi, sem fer með forræði þeirra. Systir Eddu Bjarkar segir:

„Hún missti forræðið yfir börnunum sínum í Noregi í rettarhöldum sem hún fékk ekki að taka þátt í! Það voru sem sagt réttarhöld þar sem hún var ekki boðuð né veittar upplýsingar um þar sem greinagerð frá lögmanni föðurs var lögð fram var það eina sem tekið var til greina. Ekkert lagt fram til sönnunar á því að það sem þar stóð væri satt. Enda flest í þessar greinagerð annað hvort hreinlega ósátt eða miklar ýkjur.

Lögin sem voru notuð til að staðfesta þetta eru ekki notuð í Noregi nema þegar um ræðir börn sem eru hreinlega í lífshættu af því að umgangast foreldri sitt.

Í engu réttarríki ætti þetta að vera hægt.“

Hún segir jafnframt að í öðrum gögnum hafi foreldrarnir verið metin jafnhæf og í einni skýrslu sé Edda Björk sögð betri í að hlusta á börnin og taka tillit til skoðana þeirra og þarfa. Samt sé niðurstaðan sú að börnin eigi að búa gegn vilja sínum í Noregi. Hún bendir einnig á að Edda Björk hafi unnið forræðismál gegn barnsföður sínum hér á landi varðandi forræði yfir dætrum þeirra. Þar hafi hún fengið fullt forræði.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Dóru Björt brugðið yfir vöruhúsinu í Álfabakka – Viðstödd borgarráðsfund þar sem byggingarmagnið var samþykkt

Dóru Björt brugðið yfir vöruhúsinu í Álfabakka – Viðstödd borgarráðsfund þar sem byggingarmagnið var samþykkt
Fréttir
Í gær

Valkyrjurnar halda ótrauðar áfram

Valkyrjurnar halda ótrauðar áfram
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Sakar Viðskiptaráð um þráhyggju og áróður – „Því er eðlilegt að spyrja hvað vaki fyrir Viðskiptaráði með jafn villandi framsetningu?“

Sakar Viðskiptaráð um þráhyggju og áróður – „Því er eðlilegt að spyrja hvað vaki fyrir Viðskiptaráði með jafn villandi framsetningu?“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Ari Hermóður sakfelldur fyrir fjárdrátt

Ari Hermóður sakfelldur fyrir fjárdrátt
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Æsispennandi kapphlaup um að verða „Trump-hvíslari“ – Hver er með forystuna?

Æsispennandi kapphlaup um að verða „Trump-hvíslari“ – Hver er með forystuna?
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Zelenskyy segir að 43.000 úkraínskir hermenn hafi fallið í stríðinu

Zelenskyy segir að 43.000 úkraínskir hermenn hafi fallið í stríðinu
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Rannsókn mun fara fram á andláti Lúðvíks

Rannsókn mun fara fram á andláti Lúðvíks
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Lögreglan á Vestfjörðum lýsir eftir Áslaugu

Lögreglan á Vestfjörðum lýsir eftir Áslaugu