Jude Bellingham hefur verið ótrúlegur frá komu sinni frá Borussia Dortmund til Real Madrid í sumar. Hann fór í sögubækurnar í sigri liðsins í gær.
Real Madrid mætti þá Napoli og vann 4-2 sigur. Bellingham skoraði annað mark spænska liðsins í leiknum.
Bellingham hefur nú skorað í öllum fyrstu fjórum leikjum sínum með Real Madrid í Meistaradeild Evrópu og er hann sá fyrsti til að gera það.
Menn á borð við Cristiano Ronaldo náðu þessu ekki einu sinni.
Hinn magnaði Bellingham er kominn með 15 mörk og 4 stoðsendingar í 16 leikjum með Real Madrid það sem af er.