fbpx
Laugardagur 27.júlí 2024
Pressan

Fór í lengstu föstu sögunnar

Ritstjórn DV
Sunnudaginn 3. desember 2023 20:30

Angus Barbieri áður en hann hóf föstuna löngu. Skjáskot: Youtube

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Maður að nafni Angus Barbieri neytti ekki matar í meira en heilt ár en lifði á vítamínum og hitaeiningalausum drykkjum. Þetta er sögð lengsta fasta sögunnar sem varð til þess að Barbieri missti 125 kíló.

Árið 1965 var Barbieri 27 ára gamall og vó tæp 207 kíló. Hann glímdi við matarfíkn en var samt orðinn leiður á að vera svona þungur. Hann gekk því inn á sjúkrahús í heimaborg sinni Dundee í Skotlandi og tjáði læknum að hann vildi fasta.

Upphaflega stóð til að hann mann myndi fasta í 40 daga sem er lengsta föstutímabil sem talið er læknisfræðilega óhætt. Líkami Barbieri brást hins vegar vel við föstunni og hann sagði læknunum, að 40 dögum liðnum að hann vildi halda áfram að fasta. Á endanum stóð fastan yfir í 382 daga eða heilt ár og 17 dögum betur.

Læknar samþykktu eftir 40 daga að fastan yrði lengd en yrði undir stífu eftirliti. Barbieri var ávísað fjölvítamínum og steinefnum þar á meðal kalíum, sódíum og einnig geri. Auk slíkra efna lifði hann á hitaeiningalausum drykkjum eins og svörtu kaffi, te og kolsýrðu vatni.

Barbieri hélt sig að mestu leyti heima við á meðan föstunni stóð en kom reglulega á sjúkrahúsið til skoðunar og eftirlits. Allan þennan tíma komu engin vandamál upp í líkamsstarfsemi Barbieri.

Þegar dögunum 382 var lokið voru 125 kíló fokin og Barbieri gat farið að neyta fastrar fæðu aftur. Það fyrsta sem hann fékk sér var soðið egg með smurðu brauði. Fréttamenn fylgdust með og Barbieri sagði við þá að hann hefði gleymt hvernig matur bragðaðist. Eggið hefði hins vegar verið mjög gott.

Barbieri var nánast óþekkjanlegur eftir umbreytinguna. Gömlu fötin hans voru orðin það stór á hann að hann sjálfur og önnur manneskja til viðbótar komust fyrir í þeim.

Hann náði að halda sér í nýju þyngdinni nokkurn veginn. Þegar hann lést árið 1990 hafði hann bætt á sig 7,2 kílóum frá því að hann lauk föstunni 24 árum áður.

Heimsmet í föstu

Árið 1971 var fasta Angus Barbieri skráð í Heimsmetabók Guinness sem lengsta fasta sögunnar. Síðan þá hefur verið ákveðið að skrá ekki lengur met í bókina sem varða föstur til að forðast að hvetja til varasamrar hegðunar.

Talsmaður Heimsmetabókarinnar sagði það augljóst af hverju ekki væri hvatt til að setja met í föstu:

„Ef þú slærð „metið“ og deyrð svo telst sú tilraun bera árangur?“

Á meðan á föstu Barbieri stóð notaði líkaminn fituforða hans til að búa til orku. Á íslensku kallast slíkt sjálfsáfall (e. autophagy). Við slíkt ferli losa frumur líkamans sig við óæskilegar sameindir úr líkamanum.

Fasta getur framkallað sjálfsáfall. Á meðan föstu stendur eykst álag á frumur líkamans sem veldur því að þær þurfa að vinna af meiri skilvirkni. Til þess að gera það gætu frumurnar losað sig við ónauðsynlega eða skemmda parta úr líkamanum. Hin langa fasta Barbieri og það álag sem hún olli á frumur hans hefur líklega komið af stað sjálfsáfalli.

Nýlegar rannsóknir á sjálfsáfalli benda til að það geti gagnast í baráttunni við lifrarsjúkdóma og styrkt ónæmiskerfið með því að hreinsa úrgangsefni úr líkamanum.

Aðrar rannsóknir gefa hins vegar til kynna að sjálfsáfall geti hamið vöxt krabbameinsfruma en einnig ýtt undir vöxt þeirra. Við föstu er ekki víst að sjálfsáfall beinist að fitufrumum eingöngu. Sumar rannsóknir gefa til kynna að sjálfsáfall geti haft áhrif á frumur í heila og hjarta.

Í tilfelli Angus Barbieri virtist fastan ekki hafa haft skaðleg áhrif á líkama hans. En rannsóknir á öðrum föstum sem fram fóru á sama tíma sýna að fólk sem fastaði yfir langt tímabil varð oft fyrir hjartabilun og í sumum tilfellum svalt það til dauða.

Allthatsinteresting greindi frá.

 

 

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 5 dögum

Ævintýraferðin breyttist í martröð – Hjónin fundust látin í björgunarbát sex vikum síðar

Ævintýraferðin breyttist í martröð – Hjónin fundust látin í björgunarbát sex vikum síðar
Pressan
Fyrir 6 dögum

Sakamál: Hryllingur í smábæ – Dóttirin stumraði yfir líki móður sinnar

Sakamál: Hryllingur í smábæ – Dóttirin stumraði yfir líki móður sinnar
Pressan
Fyrir 1 viku

Einn eftirlýstasti strokufangi Bandaríkjanna sigldi undir fölsku flaggi í 30 ár

Einn eftirlýstasti strokufangi Bandaríkjanna sigldi undir fölsku flaggi í 30 ár
Pressan
Fyrir 1 viku

Árásarmaðurinn ætlaði sér ekki að deyja

Árásarmaðurinn ætlaði sér ekki að deyja
Pressan
Fyrir 1 viku

Loftslagsbreytingar hafa áhrif á tímann samkvæmt nýrri rannsókn – „Þetta er vitnisburður um alvarleika loftslagsbreytinga“

Loftslagsbreytingar hafa áhrif á tímann samkvæmt nýrri rannsókn – „Þetta er vitnisburður um alvarleika loftslagsbreytinga“
Pressan
Fyrir 1 viku

Ökumaður Teslubifreiðar lenti í árekstri og missti stjórn á bílnum í kjölfarið – Sjáðu magnað myndband

Ökumaður Teslubifreiðar lenti í árekstri og missti stjórn á bílnum í kjölfarið – Sjáðu magnað myndband
Pressan
Fyrir 1 viku

600 ára gamall texti líkist vel þekktum texta frá síðari tímum

600 ára gamall texti líkist vel þekktum texta frá síðari tímum
Pressan
Fyrir 1 viku

Er leitinni að Plánetu níu að ljúka?

Er leitinni að Plánetu níu að ljúka?