Réttarhöldin sem margir hafa beðið eftir fara fram næsta vor þegar 115 ákærur gegn Manchester City verða teknir fyrir.
Búið er að komast að samkomulagi um dagsetningu en ensk blöð vita ekki hvaða dagur það verður. Talið er að það verði í kringum lok tímabilsins.
City er ákært í 115 liðum fyrir að hafa brotið reglur um fjármál félagsins til ársins 2018.
Verði City dæmt brotlegt er líklegt að fjöldi stiga verði tekin af liðinu. Félagið hafnar allri sök í þessu mál.
Ekki er þó búist við niðurstöðu fyrr en árið 2025 ef marka má ensk blöð.
Everton var dæmt brotlegt á dögunum fyrir brot á reglum um fjármál og tíu stig tekin af liðinu.