Íslenska karlalandsliðið í knattspyrnu fellur um fjögur sæti á nýjum heimslista FIFA. Þetta gerist eftir töp gegn Slóvakíu og Portúgal í undankeppni EM.
Íslenska liðið situr nú í 71 sæti listans og hefur ekki verið jafn neðarlega í tíu ár.
Age Hareide tók við landsliðinu í vor en hefur ekki náð að finna taktinn með liðið. Íslenska liðið var í 98 sæti listans árið 2012 en árið 2013 þegar Lars Lagerback fór á fulla ferð með liðið komst það upp listan.
Ísland var talið 18 besta landslið í heimi árið 2018 undir stjórn Heimis Hallgrímssonar þegar liðið fór á lokamót HM.
Íslenska liðið hefur síðan hægt og rólega farið niður listann en liðið fer í umspil um laust sæti á EM í mars.