fbpx
Laugardagur 27.júlí 2024
Fókus

Hafdís Huld ber höfuð og herðar yfir aðra á íslenska Spotify-markaðinum – En hvað skyldi hún fá í tekjur af öllum þessum spilunum?

Fókus
Fimmtudaginn 30. nóvember 2023 19:00

Hafdís Huld.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Enn eitt árið er það tónlistarkonan Hafdís Huld Þrastardóttir sem hefur yfirburði yfir aðra tónlistarmenn á íslenska Spotify-markaðinum. Tónlistarrisinn birti í gær upplýsingar um mest spiluðu tónlistarmenn og lög ársins og þá kom í ljós að Hafdís Huld var mest streymdi tónlistarmaður landsins. Útgáfa henn­ar af vöggu­vísunni, Dvel ég í drauma­höll, er mest streymda lag árs­ins og plata henn­ar Vöggu­vís­ur, frá ár­inu 2012, er mest streymda plata árs­ins. Ekki nóg með það þá átti Hafdís Huld sjö af tíu mest streymdu lögum ársins en öll voru þau af áðurneffdri barnaplötu sem Hafdís Huld vann með tónlistarmanninum Alisdair Wright.

Munar miklu hverjir eru að hlusta

Árangurinn er undraverður í ljósi þess að umrædd plata er frá árinu 2012 en ekkert lát virðist vera á vinsældum hennar enda hafa ljúfir tónarnir hjálpað ófáum börnum að festa svefn og ekki síður úrvinda foreldrum sem hrökkva stundum upp með slef út á kinn þegar síðasta lag plötunnar klárast.

En hvað ætli allar þessar spilanir á Spotify gefa í aðra hönd. Það er í raun aðeins hægt að skjóta á þá tölu en rétt er að taka þeim með miklum fyrirvara. Að meðtaltali eru tónlistarmenn sagðir fá um 3-5 dollara fyrir hverjar eitt þúsund spilanir. Hver upphæðin er getur þó munað talsvert miklu milli landa, þannig eru til dæmis hlustanir í Bandaríkjunum nær tvöfalt verðmætari en hlustanir frá Portúgal.

Hvar Ísland stendur í þeirri gjaldskrá er óráðið. Þá skiptir líka máli hvort að borgandi áskrifendur séu að hlusta á tónlistina þína en ekki þeir sem nota frían aðgang með öllum þeim takmörkunum sem slíkum aðgangi fylgja. Ef borgandi áskrifendur eru í meirihluta þeirra sem eru að hlusta þá fær tónlistarmaðurinn meira fyrir sinn snúð.

Yfir 60 milljón spilanir

En með þessum fyrirvörum er hægt að skjóta á tekjur Hafdísar Huldar af plötunni sinni.  Á þessum ellefu árum hefur lögum plötunnar verið streymt meira en 60 milljón sinnum. Dvel ég í Draumahöll er langvinsælasta lagið með rúmar 8 milljónir spilanna en hin fjórtán lög plötunnar eru með á bilinu 5-3 milljónir spilanna.

Gróflega áætlað myndi þýða að Hafdís Huld hafi fengið sem nemur um 25 til 40 milljónum króna í heildartekjur á Spotify fyrir plötuna sína vinsælu. Þeirri upphæð deilir hún svo með Alisdair og svo má reikna með því að útgefandi hennar, Sena, taki sneið af kökunni.

Að öllum líkindum eru því tekjur Hafdísar Huldar af Spotify aðeins ágætis búbót á hverju ári en ekkert meira en það. Smæð markaðarins er því miður slík en það er huggun harmi gegn að platan hefur líka selst í bílförmum en árið 2021 fékk hún afhenta tvöfalda platínuplötu í kjölfar þess að yfir 20 þúsund eintök höfðu selst. Hafdís Huld ætti nefnilega skilað að lifa í vellystingum fyrir allar þær hugljúfu stundir sem verk hennar hefur veitt foreldrum og börnum þessa landsins.

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Háklassa vændiskona rukkar 1,4 milljónir fyrir endaþarmsmök – „Ég held að karlmenn njóti þess að sjá konur í óþægilegum aðstæðum“

Háklassa vændiskona rukkar 1,4 milljónir fyrir endaþarmsmök – „Ég held að karlmenn njóti þess að sjá konur í óþægilegum aðstæðum“
Fókus
Í gær

Ingi skorar á Íslendinga að finna sig – Klukkarinn fær 100 þúsund í fundarlaun

Ingi skorar á Íslendinga að finna sig – Klukkarinn fær 100 þúsund í fundarlaun
Fókus
Fyrir 2 dögum

Magnús Hlynur hrekkti eiginkonuna og þurfti að sofa á sófanum í nótt

Magnús Hlynur hrekkti eiginkonuna og þurfti að sofa á sófanum í nótt
Fókus
Fyrir 2 dögum

Kjartan er ekki neyddur til að vera í opnu sambandi – „Myndi ekki vilja fara til baka“

Kjartan er ekki neyddur til að vera í opnu sambandi – „Myndi ekki vilja fara til baka“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Íbúar ensks þorps afar ósáttir við fjölmenna kynlífshátíð í næsta nágrennni – Kvarta undan orgum og frygðarstunum

Íbúar ensks þorps afar ósáttir við fjölmenna kynlífshátíð í næsta nágrennni – Kvarta undan orgum og frygðarstunum
Fókus
Fyrir 4 dögum

Prinsinn orðinn 11 ára – Mamman myndar afmælisdrenginn

Prinsinn orðinn 11 ára – Mamman myndar afmælisdrenginn