fbpx
Laugardagur 27.júlí 2024
Pressan

Rottuplága herjar á íbúa: Náði 1.800 rottum bara fyrsta daginn

Pressan
Fimmtudaginn 30. nóvember 2023 15:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Sannkölluð rottuplága herjar nú á íbúa hafnarbæjarins Karumba í Queensland í Ástralíu. Mörg þúsund rottur – bæði lifandi og dauðar – gera íbúum lífið leitt um þessar mundir.

NPR í Ástralíu greinir frá því að veðurfar hafi verið einkar hagstætt fyrir rottur síðustu vikur í norðausturhluta Ástralíu. Rigningatíð og milt veðurfar hafði afar góð áhrif á uppskeru víða og af þeim sökum hefur verið nóg um æti fyrir nagdýrin og þau fjölgað sér hratt.

Rotturnar geta valdið allskonar vandræðum því auk þess að éta uppskeru naga þær í sundur raflínur. Rotturnar hafa einnig reynt að komast syndandi yfir ána Norman og hafa margar – þúsundir nánar tiltekið – drukknað á því ferðalagi og skolað að ströndum Karumba. „Lyktin er frekar slæm,“ segir Jack Bawden, fylkisstjóri á svæðinu, í samtali við NPR.

Phil Grieve er meindýraeyðir í Karumba og hefur hann haft nóg að gera síðustu vikur. Dag einn fyrir skemmstu fyllti hann átján poka af dauðum rottum en hver og einn poki getur tekið við um hundrað rottum. „Þannig að þetta voru um 1.800 rottur.“

Emma Gray, líffræðingur við Queensland University, segir að rottur geti fjölgað sér hratt við góðar aðstæður. Þær geti eignast allt að tólf unga á þriggja vikna fresti.

Plága sem þessi er ekkert einsdæmi og segir Emma að þetta gerist að jafnaði á þriggja til sautján ára fresti á þessu svæði. Um leið og matur verður af skornum skammti verði mikil og hröð fækkun í stofninum og það gæti gerst á næstu vikum eða mánuðum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 5 dögum

Ævintýraferðin breyttist í martröð – Hjónin fundust látin í björgunarbát sex vikum síðar

Ævintýraferðin breyttist í martröð – Hjónin fundust látin í björgunarbát sex vikum síðar
Pressan
Fyrir 6 dögum

Sakamál: Hryllingur í smábæ – Dóttirin stumraði yfir líki móður sinnar

Sakamál: Hryllingur í smábæ – Dóttirin stumraði yfir líki móður sinnar
Pressan
Fyrir 1 viku

Einn eftirlýstasti strokufangi Bandaríkjanna sigldi undir fölsku flaggi í 30 ár

Einn eftirlýstasti strokufangi Bandaríkjanna sigldi undir fölsku flaggi í 30 ár
Pressan
Fyrir 1 viku

Árásarmaðurinn ætlaði sér ekki að deyja

Árásarmaðurinn ætlaði sér ekki að deyja
Pressan
Fyrir 1 viku

Loftslagsbreytingar hafa áhrif á tímann samkvæmt nýrri rannsókn – „Þetta er vitnisburður um alvarleika loftslagsbreytinga“

Loftslagsbreytingar hafa áhrif á tímann samkvæmt nýrri rannsókn – „Þetta er vitnisburður um alvarleika loftslagsbreytinga“
Pressan
Fyrir 1 viku

Ökumaður Teslubifreiðar lenti í árekstri og missti stjórn á bílnum í kjölfarið – Sjáðu magnað myndband

Ökumaður Teslubifreiðar lenti í árekstri og missti stjórn á bílnum í kjölfarið – Sjáðu magnað myndband
Pressan
Fyrir 1 viku

600 ára gamall texti líkist vel þekktum texta frá síðari tímum

600 ára gamall texti líkist vel þekktum texta frá síðari tímum
Pressan
Fyrir 1 viku

Er leitinni að Plánetu níu að ljúka?

Er leitinni að Plánetu níu að ljúka?