Manchester United gerði svekkjandi jafntefli við Galatasaray í Meistaradeild Evrópu í gær en búningar liðsins í leiknum fara í sögubækurnar.
United mætti til leiks í hvítum treyjum og rauðum buxum í fyrsta sinn í sögunni.
Þá var United að nota rauðu buxurnar í fyrsta sinn í 66 ár eða frá tímabilinu 1956-1957.
Leiknum sjálfum lauk eins og margir vita 3-3. United komst í 0-2 og 1-3 í leiknum.
Vonin um að fara áfram í 16-liða úrslit er veik fyrir enska liðið. Það þarf að vinna Bayern Munchen í lokaumferðinni og treysta á að leikur Galatasaray og FC Kaupmannahafnar endi með jafntefli.