Það er alltaf fjör í setti CBS Sports þar sem fjallað er um Meistaradeild Evrópu. Knattspyrnugoðsögnin Thierry Henry fór þó á einlægu nóturnar í gærkvöldi.
Þá voru menn spurðir að því hver væri þeirra helsti ótti en menn eins og Jamie Carragher og Micah Richards voru í setti einnig.
Henry bauð upp á einlægt svar við spurningunni.
„Að vera ekki góður pabbi,“ sagði hann og viðstaddir voru ánægðir með hann.
Klippuna og svör hinna í setti má sjá hér að neðan.
Thierry Henry got deep about his biggest fear in life. 🥺 pic.twitter.com/05KHS9lhvE
— CBS Sports Golazo ⚽️ (@CBSSportsGolazo) November 30, 2023