fbpx
Miðvikudagur 22.janúar 2025
433Sport

Nú birtist ný mynd – Fyrsta markið sem United fékk á sig í gær var ólöglegt samkvæmt reglum

Hörður Snævar Jónsson
Fimmtudaginn 30. nóvember 2023 10:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Samkvæmt ströngustu reglum hefði dómarinn getað dæmt fyrsta mark Galatasaray gegn Manchester United af í gær. Ástæðan er sú að Mauro Icardi var of nálægt veggnum.

Manchester United var í tvígang með tveggja marka forskot á útivelli gegn Galatasaray í Meistaradeild í Evrópu í gær. Liðinu tókst að missa það niður en Andre Onana var í gjafastuði í marki liðsins.

Nú hafa ensk blöð birt mynd af fyrsta markinu frá Gala en þar er Mauro Icardi of nálægt veggnum en Hakim Ziyech skaut í gegnum leikmenn sína og í markið.

Í lögunum segir. „Ef að aukaspyrna er tekin og sóknarmaðurinn er nær varnarveggnum en einn metra og þrír eða fleiri eru í veggnum, þá er óbein aukaspyrna dæmd,“ segir í Ifab lögunum.

Í veggnum hjá United voru fjórir leikmenn. Icardi var 61 sentimíter frá veggnum hjá United og því hefði dómarateymið samkvæmt ströngustu reglum getað dæmt markið af.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Staðfest að Víkingur spili heimaleik sinn í Finnlandi

Staðfest að Víkingur spili heimaleik sinn í Finnlandi
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Vlahovic orðaður við England

Vlahovic orðaður við England
433Sport
Í gær

Chelsea tryggir sér leikmann fyrir næstu leiktíð

Chelsea tryggir sér leikmann fyrir næstu leiktíð
433Sport
Í gær

Kveður Arnar með söknuði og segir hann fullkominn fyrir landsliðið – „Ekki bara frábær þjálfari heldur líka frábær manneskja“

Kveður Arnar með söknuði og segir hann fullkominn fyrir landsliðið – „Ekki bara frábær þjálfari heldur líka frábær manneskja“