Samkvæmt ströngustu reglum hefði dómarinn getað dæmt fyrsta mark Galatasaray gegn Manchester United af í gær. Ástæðan er sú að Mauro Icardi var of nálægt veggnum.
Manchester United var í tvígang með tveggja marka forskot á útivelli gegn Galatasaray í Meistaradeild í Evrópu í gær. Liðinu tókst að missa það niður en Andre Onana var í gjafastuði í marki liðsins.
Nú hafa ensk blöð birt mynd af fyrsta markinu frá Gala en þar er Mauro Icardi of nálægt veggnum en Hakim Ziyech skaut í gegnum leikmenn sína og í markið.
Í lögunum segir. „Ef að aukaspyrna er tekin og sóknarmaðurinn er nær varnarveggnum en einn metra og þrír eða fleiri eru í veggnum, þá er óbein aukaspyrna dæmd,“ segir í Ifab lögunum.
Í veggnum hjá United voru fjórir leikmenn. Icardi var 61 sentimíter frá veggnum hjá United og því hefði dómarateymið samkvæmt ströngustu reglum getað dæmt markið af.