fbpx
Miðvikudagur 22.janúar 2025
Fréttir

Einar ómyrkur í máli: „Ég þekki eng­an sem komst al­heill frá þessu“

Ritstjórn DV
Fimmtudaginn 30. nóvember 2023 10:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Við minn­umst þeirra sem börðust fyr­ir að fá að elska. Við minn­umst þeirra sem dóu í leit sinni að ást,“ segir Einar Þór Jónsson, framkvæmdastjóri HIV Ísland, í aðsendri grein í Morgunblaðinu í dag.

Einar rifjar upp að um þessar mundir eru fjörutíu ár liðin frá fyrsta HIV-smitinu á Íslandi, en á morgun, 1. desember, er alþjóðlegi alnæmisdagurinn.

„Þá ger­um við upp bar­átt­una við þenn­an skæða sjúk­dóm, fögn­um þeim sigr­um sem hafa unn­ist í barátt­unni, minn­umst þeirra sem hafa lát­ist og hugs­um til þeirra sem lifa með sjúk­dómn­um frá degi til dags. Á liðnu ári voru 39 ein­stak­ling­ar ný­skráðir með HIV á Íslandi.“

Mannorðslausir og án tækifæra

Einar segir að minnast megi al­næm­is­far­ald­urs­ins á Vest­ur­lönd­um sem „kyn­vill­ingaplág­unn­ar“ sem varpaði kast­ljósi á for­dóma gagn­vart ýms­um minni­hluta­hóp­um, þá sér­stak­lega homm­um.

„Hat­urs­ins sem þeir máttu þola og fram­kom­unn­ar í þeirra garð sem var fyr­ir neðan all­ar hell­ur. Það var gríðarlega mik­ill ótti í sam­fé­lag­inu. Það var ótti í gay-sam­fé­lag­inu sem hafði af­drifa­rík áhrif og setti mark á framtíðina. Mótaði mögu­leika sam­kyn­hneigðra manna til lífs og ásta,“ segir hann og er ómyrkur í máli.

„Kyn­vill­ing­ar. Marg­ir mann­orðslaus­ir, hús­næðis­laus­ir, at­vinnu­laus­ir og án tæki­færa. Við vor­um menn sem þóttu með siðferðis­kennd­ina á lægra plani en aðrir. Við vor­um jafn­vel um tíma tald­ir líf­fræðilega öðru­vísi, með annað kerfi. Til­vera okk­ar ögraði ríkj­andi gild­is­mati,“ segir hann og bætir við að það hafi verið dauðadómur að fá þessa skelfilegu veiru.

Þótti í lagi að segja hvað sem er við okkur

„Útskúf­un sam­fé­lags­ins var fang­elsið sem við vor­um látn­ir bíða í fram að lífs­lok­um. Höfn­un á öll­um sviðum og okk­ur neitað um ást og rétt til ást­ar. Menn í þess­um aðstæðum fóru að haga sér eft­ir áliti sam­fé­lags­ins. Sam­fé­lagið mót­ar ein­stak­ling­inn og það mótaði líka okk­ur homm­ana, hvernig við ætt­um að vera. Hvaða hlut­verk við ætt­um að leika. Það þótti í lagi að segja hvað sem er við okk­ur. Gera hvað sem var við okk­ur.“

Einar segir að á fyrstu al­næm­is­ár­un­um hafi sumar fjöl­skyld­ur reynt að styðja sína en aðrar ekki.

„Enn aðrar lokuðu sína inni í her­bergi. Svo dóu þeir. Við stóðum á hriplek­um fleka. Við strák­arn­ir. Og elsku stelp­urn­ar; Vé­dís heit­in, Hrafn­hild­ur heit­in. Og dug­lega Lauf­ey.“

Hann segir að veiran hafi fellt marga tugi sem voru í blóma lífs­ins en hvetur okkur einnig til að hugsa til allra þeirra sem flúðu land og áttu misgóða ævi víða um lönd. „Kær­ur. Hót­an­ir. Lög­regl­an. Kirkj­an, stofn­an­ir og kerfið brugðust okk­ur og við vor­um skil­in eft­ir. Ég þekki eng­an sem komst al­heill frá þessu.“

Samstaða, skilningur og stuðningur

„Við trú­um því að sýnileiki hinseg­in fólks hafi auk­ist með þess­um ósköp­um og vakn­ing orðið í mann­rétt­inda­mál­um. Fólk sýndi í verki að það vildi sýna sam­stöðu, skiln­ing og stuðning. Fjöl­skyld­ur og vin­ir hlúðu að sín­um, þess naut ég og marg­ir aðrir. Þúsund þakk­ir fyr­ir það. Al­næmi jók nefni­lega sýnileika og hug­rekki ein­stak­linga, það var engu að tapa en allt að vinna.“

Einar segir að nú minn­umst við þeirra sem lát­ist hafa úr al­næmi.

„Dóu jafn­vel áður en fólk áttaði sig og steig inn. Áður en því raun­veru­lega fannst við eiga skilið að fá hjálp. Við minn­umst þeirra sem börðust fyr­ir að fá að elska. Við minn­umst þeirra sem dóu í leit sinni að ást.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 14 klukkutímum

Kæru vegna sjókvíaeldis í Seyðisfirði vísað frá

Kæru vegna sjókvíaeldis í Seyðisfirði vísað frá
Fréttir
Fyrir 14 klukkutímum

Diljá Mist vill svipta erlenda brotamenn íslenskum ríkisborgararétti

Diljá Mist vill svipta erlenda brotamenn íslenskum ríkisborgararétti
Fréttir
Fyrir 16 klukkutímum

Sjáðu hvað Trump sagði um Grænland eftir að hann var svarinn í embætti

Sjáðu hvað Trump sagði um Grænland eftir að hann var svarinn í embætti
Fréttir
Í gær

Stór sending frá Spáni – Földu kókaín í skóm og nærbuxum

Stór sending frá Spáni – Földu kókaín í skóm og nærbuxum
Fréttir
Í gær

Höggvinn með exi á A. Hansen – Svaraði fyrir sig með hnefunum 20 árum síðar á Castello

Höggvinn með exi á A. Hansen – Svaraði fyrir sig með hnefunum 20 árum síðar á Castello
Fréttir
Í gær

Dóri DNA segist með Mosfellsbæ á heilanum – „Þarna er hugsað stórt og ég elska þegar það er hugsað stórt“

Dóri DNA segist með Mosfellsbæ á heilanum – „Þarna er hugsað stórt og ég elska þegar það er hugsað stórt“
Fréttir
Í gær

Borgaði 6.950 krónur fyrir þetta á kaffihúsi í miðborginni – „Var í áfalli“

Borgaði 6.950 krónur fyrir þetta á kaffihúsi í miðborginni – „Var í áfalli“